Sigmundur vill heimild til eignarnáms sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 00:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. Verði frumvarpið að lögum, mun það veita ráðherra heimild til að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Í athugasemdum við frumvarpið segir að til að tryggja framkvæmd laganna, og til samræmis við lög um náttúruvernd, sé talið nauðsynlegt að ráðherra hafi heimild til eignarnáms, náist ekki að tryggja vernd þeirra með öðrum hætti. Ráðherra fer með yfirstjórn verndunar og vörslu menningarminja í landinu, en Minjastofnun Íslands hefur annast framkvæmd hennar. Lagt er til í frumvarpinu að bætt verði inn nýrri málsgrein þar sem fram komi að menningarminjar teljist ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar og búsetulandslag, kirkjugripir og myndir, og aðrar heimildir um menningar sögu þjóðarinnar. Þá nái lögin einnig til staða sem tengist menningarsögu. Þá er jafnframt lagt til að ráðherra skipi fornminjanefnd til sex ára, í stað fjögurra og að Minjastofnun hafi umsjón og eftirlit með legsteinum og öðrum minningarmörkum í kirkjugörðum landsins. Áður undir menningarmálaráðherra - nú forsætisráðherraSamþykkt voru ný heildarlög á Alþingi árið 2012 um menningarminjar sem miða að því að veita auka skilvirkni minjavörslu með því að einfalda stjórnsýsluna og skýra betur hugtök og verklag. Menningarminjar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðherra, en var fært undir forsætisráðuneytið, með forsetaúrskurði, árið 2013, eða þegar Sigmundur tók við embætti. Þá var sett á laggirnar skrifstofa menningararfs innan ráðuneytisins, en samfara flutningnum bárust ráðuneytinu ábendingar um ýmsa meinbugi á lögunum og var því ákveðið í júní í fyrra að hefja vinnu við endurskoðun laga um menningarminjar. Tillöguna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. Verði frumvarpið að lögum, mun það veita ráðherra heimild til að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Í athugasemdum við frumvarpið segir að til að tryggja framkvæmd laganna, og til samræmis við lög um náttúruvernd, sé talið nauðsynlegt að ráðherra hafi heimild til eignarnáms, náist ekki að tryggja vernd þeirra með öðrum hætti. Ráðherra fer með yfirstjórn verndunar og vörslu menningarminja í landinu, en Minjastofnun Íslands hefur annast framkvæmd hennar. Lagt er til í frumvarpinu að bætt verði inn nýrri málsgrein þar sem fram komi að menningarminjar teljist ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar og búsetulandslag, kirkjugripir og myndir, og aðrar heimildir um menningar sögu þjóðarinnar. Þá nái lögin einnig til staða sem tengist menningarsögu. Þá er jafnframt lagt til að ráðherra skipi fornminjanefnd til sex ára, í stað fjögurra og að Minjastofnun hafi umsjón og eftirlit með legsteinum og öðrum minningarmörkum í kirkjugörðum landsins. Áður undir menningarmálaráðherra - nú forsætisráðherraSamþykkt voru ný heildarlög á Alþingi árið 2012 um menningarminjar sem miða að því að veita auka skilvirkni minjavörslu með því að einfalda stjórnsýsluna og skýra betur hugtök og verklag. Menningarminjar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðherra, en var fært undir forsætisráðuneytið, með forsetaúrskurði, árið 2013, eða þegar Sigmundur tók við embætti. Þá var sett á laggirnar skrifstofa menningararfs innan ráðuneytisins, en samfara flutningnum bárust ráðuneytinu ábendingar um ýmsa meinbugi á lögunum og var því ákveðið í júní í fyrra að hefja vinnu við endurskoðun laga um menningarminjar. Tillöguna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira