Tónlist

Ingvar E. túlkar nýjasta lag Of Monsters and Men af mikilli innlifun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ingvar E. Sigurðsson í textamyndbandi OMAM.
Ingvar E. Sigurðsson í textamyndbandi OMAM.
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur sent frá sér nýtt textamyndband við lagið Thousand Eyes af nýjustu plötu sinni, Beneath the Skin. Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson túlkar texta lagsins og fer svo sannarlega á kostum.

Hljómsveitin hefur sent frá sér fjölda textamyndbanda við lög af Beneath the Skin. Siggi Sigurjóns kom fram í fyrsta myndbandinu sem vakti mikla athygli en hann túlkaði lagið Crystals.

Sjá einnig:„Of spennandi og skrýtið til að hafna því“

Það var svo Atli Freyr Demantur sem kom fram í myndbandinu við lagið I of the Storm og leikkonan Guðrún Bjarnadóttir túlkaði lagið Empire. Plötusnúðurinn Natalie G. Sigurðardóttir kom síðan fram í textamyndbandi við lagið Hunger og leikarinn Björn Stefánsson túlkaði lagið Human. Söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, kom svo fram í myndbandi við lagið Organs.

En nú er sem sagt komið að Ingvari E. sem er Íslendingum að góðu kunnur. Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hlustaði ekki á annað næstu fimm dagana

Of Monsters and Men gaf út textamyndband við lagið I of the Storm í gær, lagið er af væntanlegri plötu. Í forgrunni myndbandsins er Atli Freyr Demantur.

Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men

Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×