Tvinnbílar munu leysa af dísilbíla Mercedes Benz í BNA Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 09:55 Tvinntengilbíll frá Mercedes Benz. Þýskir bílaframleiðendur hafa átt nokkurri velgengni að fagna með dísilbíla í Bandaríkjunum undanfarin ár, en það mun líklega breytast á næstu árum. Líklegt er að dísilbílarnir verði leystir af hólmi með tvinntengilbílum sem eru bæði með bensínvélar og rafmagnsmótora. Þessar hugleiðingar eru hafðar eftir forsvarsmönnum Mercedes Benz sem sagt hafa að dísilbílar séu tæknilega flóknir og dýrir í framleiðslu vegna þess að erfitt reynist að koma í veg fyrir óæskilegan útblástur þeirra og erfitt sé að hlýta lögum um mengun slíkra bíla. Því sé bæði auðveldara og ódýrara að framleiða tvinntengilbíla í því stranga umhverfi sem bílaframleiðendum er sett um mengun. Þessi staðreynd hefur endurspeglast í þeim vandræðum sem Honda hefur átt með sína 2,2 lítra dísilvél. Honda hefur átt erfitt með að sníða útblástur hennar að bandarískum umhverfislögum en í leiðinni viðhalda því afli hennar sem krafa er gerð til af bandarískum bílkaupendum. Ekki munu heldur vinsældir dísilbíla aukast þar vestra með nýjustu fréttum frá Volkswagen þar sem fyrirtækið var staðið að því að fara framhjá lögum með svindli þar sem hugbúnaður í bílum þeirra gat numið hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og minnkað hann meðan á mælingum stóð. Fyrir þann gjörning þarf Volkswagen að borga dýru verði og gæti stefnt í réttarhöld og refsingar til handa þeim starfsmönnum Volkswagen sem ábyrgir voru fyrir því. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
Þýskir bílaframleiðendur hafa átt nokkurri velgengni að fagna með dísilbíla í Bandaríkjunum undanfarin ár, en það mun líklega breytast á næstu árum. Líklegt er að dísilbílarnir verði leystir af hólmi með tvinntengilbílum sem eru bæði með bensínvélar og rafmagnsmótora. Þessar hugleiðingar eru hafðar eftir forsvarsmönnum Mercedes Benz sem sagt hafa að dísilbílar séu tæknilega flóknir og dýrir í framleiðslu vegna þess að erfitt reynist að koma í veg fyrir óæskilegan útblástur þeirra og erfitt sé að hlýta lögum um mengun slíkra bíla. Því sé bæði auðveldara og ódýrara að framleiða tvinntengilbíla í því stranga umhverfi sem bílaframleiðendum er sett um mengun. Þessi staðreynd hefur endurspeglast í þeim vandræðum sem Honda hefur átt með sína 2,2 lítra dísilvél. Honda hefur átt erfitt með að sníða útblástur hennar að bandarískum umhverfislögum en í leiðinni viðhalda því afli hennar sem krafa er gerð til af bandarískum bílkaupendum. Ekki munu heldur vinsældir dísilbíla aukast þar vestra með nýjustu fréttum frá Volkswagen þar sem fyrirtækið var staðið að því að fara framhjá lögum með svindli þar sem hugbúnaður í bílum þeirra gat numið hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og minnkað hann meðan á mælingum stóð. Fyrir þann gjörning þarf Volkswagen að borga dýru verði og gæti stefnt í réttarhöld og refsingar til handa þeim starfsmönnum Volkswagen sem ábyrgir voru fyrir því.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent