Einnig hafa verið færðar fréttir af því að það eru ekki einungis þeir 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn.
Þetta hefur Volkswagen viðurkennt sjálft og vafalaust með því viljað forðast að upp kæmist um svindlið víðar en í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur nú þegar sett 6,5 milljarða evra til hliðar til að standa straum af þeim sektum og innköllunum sem vofa nú yfir fyrirtækinu.
Ekki er þó víst að þessi upphæð muni duga Volkswagen þar sem fyrirtækið á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs. Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um meira en 20% á hlutabréfamarkaði í kjölfar þessa vandræðamáls.
Factbox on the alleged Volkswagen emissions cheating scheme pic.twitter.com/QhK9Ndzx0I
— Agence France-Presse (@AFP) September 22, 2015