Forúthlutun hafin hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2015 17:14 Mynd: KL Forúthlutun á veiðidögum í laxveiðiánum hjá SVFR er hafin og eftir jafn gott sumar og það sem er að líða verður örugglega mikið af umsóknum. Veiðin gekk vel í ánum hjá SVFR og þess vegna má reikna með að salan verði mun betri en eftir sumarið 2014, jafnt hjá innlendum sem erlendum veiðimönnum. Forúthlutunin nær þó eingöngu til félagsmanna SVFR og nær til eftirtalinna ársvæða og á ákveðnum dögum. Langá á Mýrum 24. júní til 16. september. Veiðin í ánni er komin hátt í 2.500 laxa og þar með hefur sumarið toppað veiðina sumarið 1978 þegar 2405 laxar veiddust og er yfirstandandi sumar þar með orðið það þriðja besta í ánni frá 1974. Áin var aðeins veidd á flugu í sumar og verður einnig næsta sumar. Hítará 30. júní til 27. ágúst. Hítará er geysilega vinsæl meðal félagsmanna SVFR og það komast færri í hana en vilja enda er aðeins veitt á 6 stangir í henni. Hún fer nálægt 1.300 löxum í sumar sem er eitt af hennar allra bestu árum. Haukadalsá 30. júní til 27.ágúst. Haukadalsá átti frábært sumar eins og flestar árnar á vesturlandi en hún endaði í 650 löxum. Leirvogsá 2. júlí til 10. ágúst. 669 laxar hafa verið færðir til bókar á stangirnar tvær í Leirvogsá sem gerir ána að einni aflahæstu pr. stöng á landinu. Silungasvæðin í Laxá eru einnig í þessari forúthlutun. Félagsmenn SVFR hafa til 15. október til að sækja um ó forúthlutun félagsins. Mest lesið SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði
Forúthlutun á veiðidögum í laxveiðiánum hjá SVFR er hafin og eftir jafn gott sumar og það sem er að líða verður örugglega mikið af umsóknum. Veiðin gekk vel í ánum hjá SVFR og þess vegna má reikna með að salan verði mun betri en eftir sumarið 2014, jafnt hjá innlendum sem erlendum veiðimönnum. Forúthlutunin nær þó eingöngu til félagsmanna SVFR og nær til eftirtalinna ársvæða og á ákveðnum dögum. Langá á Mýrum 24. júní til 16. september. Veiðin í ánni er komin hátt í 2.500 laxa og þar með hefur sumarið toppað veiðina sumarið 1978 þegar 2405 laxar veiddust og er yfirstandandi sumar þar með orðið það þriðja besta í ánni frá 1974. Áin var aðeins veidd á flugu í sumar og verður einnig næsta sumar. Hítará 30. júní til 27. ágúst. Hítará er geysilega vinsæl meðal félagsmanna SVFR og það komast færri í hana en vilja enda er aðeins veitt á 6 stangir í henni. Hún fer nálægt 1.300 löxum í sumar sem er eitt af hennar allra bestu árum. Haukadalsá 30. júní til 27.ágúst. Haukadalsá átti frábært sumar eins og flestar árnar á vesturlandi en hún endaði í 650 löxum. Leirvogsá 2. júlí til 10. ágúst. 669 laxar hafa verið færðir til bókar á stangirnar tvær í Leirvogsá sem gerir ána að einni aflahæstu pr. stöng á landinu. Silungasvæðin í Laxá eru einnig í þessari forúthlutun. Félagsmenn SVFR hafa til 15. október til að sækja um ó forúthlutun félagsins.
Mest lesið SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði