Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 09:56 Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen. Það stefnir í stormasaman stjórnarfund hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen í dag í kjölfar dísilbílasvindls fyrirtækisins. Þar verður Martin Winterkorn, forstjóra Volkswagen vafalaust gert að útskýra ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að afvegaleiða rannsóknarstofnanir, sem kanna mengun bíla, með hugbúnaði sem minnkar hana við mælingar. Á þessum fundi ræðst líklega framtíð Winterkorn sem forstjóra, en hann hefur ekki sýnt nein merki þess að segja upp starfi sínu. Ýmsar fréttir í gær frá fjölmörgum fréttaveitum staðhæfðu brotthvarf hans en Volkswagen bar þær fréttir samstundis til baka. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Winterkorn verði í sæti forstjóra eftir fundinn. Til stóð, fyrir uppgötvun svindlsins, að framlenging á áframhaldandi starfi Winterkorn yrði undirrituð í enda þessarar viku, en það hlýtur að velta á því hvort honum var kunnugt um þessa vafasömu starfshætti sem upp hafa komist. Stjórninni er enn sem komið er ekki fullljóst hvort Winterkorn hafi vitað af þessum svindlhugbúnaði, en það býður Winterkorn að skýra út. Það mun að minnsta kosti ekki gleðja stjórnarmeðlimi að undir stjórn Winterkorn hefur markaðsvirði Volkswagen fallið um 24 milljarða evra á örskotsstundu, hvort sem honum er um að kenna eða ekki. Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41% frá uppgötvun svindlhugbúnaðarins. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Það stefnir í stormasaman stjórnarfund hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen í dag í kjölfar dísilbílasvindls fyrirtækisins. Þar verður Martin Winterkorn, forstjóra Volkswagen vafalaust gert að útskýra ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að afvegaleiða rannsóknarstofnanir, sem kanna mengun bíla, með hugbúnaði sem minnkar hana við mælingar. Á þessum fundi ræðst líklega framtíð Winterkorn sem forstjóra, en hann hefur ekki sýnt nein merki þess að segja upp starfi sínu. Ýmsar fréttir í gær frá fjölmörgum fréttaveitum staðhæfðu brotthvarf hans en Volkswagen bar þær fréttir samstundis til baka. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Winterkorn verði í sæti forstjóra eftir fundinn. Til stóð, fyrir uppgötvun svindlsins, að framlenging á áframhaldandi starfi Winterkorn yrði undirrituð í enda þessarar viku, en það hlýtur að velta á því hvort honum var kunnugt um þessa vafasömu starfshætti sem upp hafa komist. Stjórninni er enn sem komið er ekki fullljóst hvort Winterkorn hafi vitað af þessum svindlhugbúnaði, en það býður Winterkorn að skýra út. Það mun að minnsta kosti ekki gleðja stjórnarmeðlimi að undir stjórn Winterkorn hefur markaðsvirði Volkswagen fallið um 24 milljarða evra á örskotsstundu, hvort sem honum er um að kenna eða ekki. Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41% frá uppgötvun svindlhugbúnaðarins.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent