Brotthvarf forstjóra Volkswagen staðfest Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:30 Winterkorn er farinn úr stóli forstjóra Volkswagen. Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent