Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 14:06 Volkswagen bílar fyrir utan verksmiðju Volkswagen í Chattanooga í Bandaríkjunum. Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.” Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.”
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent