Handbolti

Ágúst búinn að velja landsliðshópinn fyrir leikina í október

Vísir/ernir
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn taka þátt í undirbúningi fyrir leikina við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.

Leikirnir eru hluti af undankeppni EM 2016 sem fer fram í Svíþjóð þann 4-18. desember næstkomandi en Ísland er í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.

Alls eru 11 leikmenn úr Olís-deild kvenna í leikmannahópnum en hin unga og efnilega Thea Imani Sturludóttir heldur sæti sínu í hópnum. Hún gæti leikið sínar fyrstu mínútur fyrir íslenska landsliðið í leiknum.

Fyrstu tveir leikirnir verða leiknir í október en leikirnir eru:

Frakkland – Ísland 9. Október kl 17.00 í Antibes í Frakklandi

Ísland – Þýskaland 11. Október kl 16.00 í Vodafone höllinni.

Allar tímasetningar eru að íslenskum tíma.

Landsliðshópurinn:

Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar

Florentina Stanciu, Stjarnan

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Arna Sif Pálsdóttir, Nice

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Koblenz

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice

Karólína Lárudóttir, Boden

Ramune Pekarskyte, Haukar

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Hansdóttir, Sönderjyske

Sunna Jónsdóttir, Skrim

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×