Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Julie Ingham hjá Rauða krossinum Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“ Flóttamenn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham verkefnisstjóra hjá Rauða Krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins. Þeir séu berskjaldaðir og undir miklu andlegu álag. „Svo þegar þeir sækja um hæli fá þeir miklar upplýsingar á stuttum tíma, fara í viðtal til lögreglu, félagsþjónustu og útlendingastofnun og sumir með mjög litla enskukunnáttu. Á meðan ferlið stendur yfir er fólk sett í búsetuúrræði með fólki sem þeir þekkja ekki og þá er tilhneiging til einangrunar. Þetta félagsstarf sem við sinnum er því afar mikilvægt. Við erum með sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til hælisleitenda og býður þeim með sér í félagsstarfið.“ Félagsstarfið er margs konar. Einu sinni í viku er Rauði Krossinn með opið hús fyrir hælisleitendur og reglulega er farið í skoðunarferðir. „Þá gefst fólki tækifæri til þess að hitta annað fólk, sjálfboðaliða og fólk frá mismunandi menningarheimi og ef til vill aðra sem tala sama tungumál. Þá förum við í ýmsar skoðunarferðir því það er nauðsynlegt að fólk þekki nágrenni sitt,“ segir hún en í september hafa hælisleitendur farið í réttir á Hraðastöðum, farið í heimsókn til Viðeyjar og í hvalaskoðun.Í gær var boðið upp á fría klippingu, margt í félagsstarfinu er til staðar vegna góðvildar fólks. Fréttablaðið/VilhelmÍ gær var hælisleitendum boðið í fría klippingu, þriðja árs nemar í hársgreiðslu buðu fram þjónustu sína. Julie segir félagsstarfið reiða sig á sjálfboðalið og góðgjörðir. „Hvalaskoðunarfyrirtæki hér í borg býður okkur reglulega í fríar ferðir og þá hefur Borgarsögusafnið boðið hælisleitendum frítt á söfn, Strætó keyrði okkur í réttir á Hraðastaði um daginn eftir að ég skoraði á þá að Vera næs sem er átak á vegum Rauða Krossins, þeir tóku vel í það sem var ánægjulegt.“ Hún segir starfið mikilvægan þátt því að efla traust hælisleitenda á íslensku samfélagi en um leið læra af menningu þeirra. „Opin hús eru vettvangur fyrir fólk, í því felast tækifæri því hælisleitendur mynda tengsl við landið, hér er líka beðið um íslenskukennslu og veittar upplýsingar um íslenska menningu. Við erum fyrst og fremst að mynda tengsl og byggja traust. Fólk kemur jafnvel aftur þegar það hefur fengið hæli og tekur þátt í félagslífinu.“
Flóttamenn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira