Íslendingur verður meistari bæði hjá körlum og konum í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir var maður leiksins í landsleiknum gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn. vísir/valli Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira