Handbolti

Meistararnir með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grótta er handhafi allra stærstu titlanna á Íslandi.
Grótta er handhafi allra stærstu titlanna á Íslandi. vísir/stefán
Grótta er með fullt hús stiga í Olís-deild kvenna en Íslands- og bikarmeistararnir unnu átta marka sigur, 20-12, á FH í kvöld.

Seltirningar hafa unnið alla þrjá leiki sína en í þeim hefur liðið aðeins fengið á sig 48 mörk, eða 16 mörk að meðaltali í leik.

Grótta leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 11-6, og FH-ingum gekk engu betur að ráða við vörn Seltirninga í seinni hálfleik. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og vann að lokum átta marka sigur, 20-12.

Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Gróttu í kvöld með fjögur mörk en Arndís María Erlingsdóttir, Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir komu næstar með þrjú mörk hver.

Elín Anna Baldursdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir FH en restin af liðinu skoraði aðeins fjögur mörk samtals. FH er með eitt stig í 11. sæti deildarinnar.

Þriðja umferðin í Olís-deild kvenna klárast á morgun með fimm leikjum.

Mörk Gróttu:

Unnur Ómarsdóttir 4, Arndís María Erlingsdóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.

Mörk FH:

Elín Anna Baldursdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×