„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 12:15 Skaftárhlaup 2008. vísir „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
„Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10