1,2 milljón Skoda og 0,7 milljón Seat bíla með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 15:33 Seat bílar á Spáni. Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent