1,2 milljón Skoda og 0,7 milljón Seat bíla með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 15:33 Seat bílar á Spáni. Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent