Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:58 Veðurstofan telur mikilvægt að upplýsa almenning um mögulega vatnavá vegna Skaftárhlaups. mynd/veðurstofa íslands Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira