Ford Mustang söluhæsti sportbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 09:51 Ford Mustang. Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent
Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent