Lífið

Emoji-æði ríður yfir. Hvað í ósköpunum þýða öll þessi andlit?

Gildishlaðnar fígúrur vaða nú uppi og eru notaðar í miklum mæli á öllum samfélagsmiðlum, smáskilaboðum og úti um allt að virðist. Hver einn og einasti endurspeglar fyrirfram gefna tilfinningu.

Upphafsmaður þessara tilfinningatroðnu andlita, sem kallast emoji á frummálinu, er Japaninn Shigetaka Kurita. Hann sótti innblásturinn til tækni sem hann sá veðurfræðing nota, og henti í framhaldinu í heilt stafróf af tilfinningum í myndaformi. Þetta var árið 1999 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan, en Apple og Android stukku á vagninn í kringum 2013, og Microsoft stuttu síðar, og ekki varð aftur snúið.

Emoji spyr hvorki um stöðu né stétt, allir eru að nota þetta.

Nú er svo komið að karlarnir eru sumum hrein kvöð því ekki má sleppa þeim og guð hjálpi þeim sem setja of marga. Sannarlega vandlifað á emoji-öld. Fréttablaðinu þótti því eðlilegast að gera þeim helstu skil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×