Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 14:26 Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni en fyrsta umræða um það stendur nú yfir á Alþingi. vísir/GVA „Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
„Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28