Fótbolti

Perez: Ronaldo kostar PSG einn milljarð evra

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einn milljarð evra takk fyrir.
Einn milljarð evra takk fyrir. Vísir/Getty
Florentino Perez, skrautlegi forseti Real Madrid, var spurður út í meintan áhuga Paris Saint-Germain á portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo en hann hefur verið orðaður við frönsku meistarana undanfarna mánuði.

Greindi El Mundo Deportivo frá því á dögunum að spænska félagið hefði hafnað tilboði upp á 150 milljónir evra frá PSG í sumar en forráðamenn félagsins sjá hann sem síðasta púslið í liðið sem á að berjast um Meistaradeild Evrópu.

Perez sagði að PSG þyrfti að greiða riftunarverðið ætli þeir sér að fá Ronaldo sem á þrjú ár eftir af samningi sínum í Madríd.

„Það er mjög fínt á Spáni, við þurfum að setja riftunarverð og riftunarverðið, einn milljarður evra, er kaupverðið á honum. Ef þeir borga það ekki þá vilja þeir ekki fá hann, ég hef margoft þurft að borga riftunarverð. Hann er besti leikmaður heimsins og okkur dettur ekki í hug að selja hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×