Tillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt á nýjan leik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 13:52 TF-GNÁ gæti verið á leið á Suðurnesin. vísir/vilhelm Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira