Langaði að leggja sitt á vogarskálarnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Hér má sjá Ástu með tveimur af myndunum tíu sem verða á sýningunni. Verkin byggja á óskum íslenskra barna. Vísir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði. Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.
Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning