Fótbolti

Þróttur í kjörstöðu | Grótta fallið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karl Brynjar Björnsson og Trausti Sigurbjörnsson eru að gera góða hluti með Þrótti.
Karl Brynjar Björnsson og Trausti Sigurbjörnsson eru að gera góða hluti með Þrótti. vísir/ernir
Þróttur er á leið í Pepsi-deildina ásamt Víkingi úr Ólafsvík eins og staðan er fyrir síðustu umferðina í fyrstu deild karla, en heil umferð fór fram í deildinni í dag.

Þróttur átti í engum vandræðum með Gróttu sem féll með tapinu niður í aðra deild. Þróttur er því í öðru sætinu, með tveggja stiga forystu á KA sem er í því þriðja, en KA tapaði á heimavelli gegn Grindavík.

Einnig á Þróttur leik inni á KA, en Þróttur á eftir að spila við Hauka á útivelli og Selfoss á heimavelli á meðan KA spilar við Þór í síðasta leik.

Úrslit og markaskorarar (fengnir frá úrslit.net):

Selfoss - Þór 2-3

0-1 Jóhann Helgi Hannesson (14.), 1-1 Ivanirson Silva Oliveira (22.), 2-1 Elton Barros (30.), 2-2 Guðmundur Óli Steingrímsson (33.), 2-3 Sveinn Elías Jónsson (46.).

KA - Grindavík 1-3

0-1 Alex Freyr Hilmarsson (30.), 0-2 Angel Guirado Aldeguer (39.), 0-3 Óli Baldur Bjarnason (92.), 1-3 Marko Valdimar Stefánsson - sjálfsmark (93.).

Fram - Víkingur Ólafsvík 0-4

0-1 Kenan Turudija (61.), 0-2 Alfreð Már Hjaltalín (69.), 0-3 Björn Pálsson (76.), 0-4 William Dominguez da Silva (80.).

Haukar - BÍ/Bolungarvík 2-2

0-1 Sergine Modou Fall (9.), 0-2 Daniel Osafo-Badu (61.), 1-2 Björgvin Stefánsson (76.), 2-2 Björgvin Stefánsson - víti (90.). 

Grótta - Þróttur 0-5

0-1 VIktor Jónsson (24.), 0-2 Grétar Atli Grétarsson (27.), 0-3 Viktor Jónsson (63.), 0-4 Jón Arnar Barðdal (65.), 0-5 Viktor Jónsson (83.).

Fjarðabyggð - HK 0-4

0-1 Axel Kári Vignisson (37.), 0-2 Guðmundur Atli Steinþórsson (41.), 0-3 Ágúst Freyr Hallsson (59.), 0-4 Leifur Andri Leifsson (82.). 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×