Formaður Samfylkingarinnar vill vita hvað kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. september 2015 19:31 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira