Metal Gear Solid V: Frelsið allsráðandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2015 10:45 Bigg boss þarf að safna stórum her til að hefna sín. Mynd/Konami Það fyrsta sem segja má um Metal Gear Solid V: Phantom Pain er: „Þvílíkt frelsi“. Leikurinn er svokallaður sandbox leikur sem gerist á stóru svæði og er hægt að nálgast markmið hvers verkefnis fyrir sig á óteljandi vegu. Þar að auki er hægt að breyta útbúnaði söguhetjunnar fyrir hvert verkefni. Leikurinn býr til kerfi þar sem ótrúlega margir skemmtilegir hlutir geta gerst, sem ekki eru sérstaklega forritaðir til að gerast.Í helgarblaði fréttablaðsins kom fram að leikurinn fengi fjórar stjörnur. Það voru mistök, en hann er vel fimm stjörnu virði.Um er að ræða síðasta leikinn í Metal Gear seríu Hideo Kojima. Fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1987 fyrir MSX2 leikjatölvurnar og svo skömmu seinna í gömlu Nintendo leikjatölvurnar sem svo margir muna eftir. Það ætti því öllum að vera ljóst að Kojima hefur varið miklum tíma í seríuna og Phantom Pain er meistaraverk hans. Þó mætti segja að sögunni hafi verið fórnað fyrir frelsið, þar sem mun minni tíma er varið i söguna í Phantom Pain en öðrum Metal Gear leikjum. Þó geta leikmenn hlustað á upptökur og rifjað söguna upp sé sá vilji fyrir hendi. Þeir sem eru að koma nýir inn í seríunna ættu að taka sér tíma til þess. Þá myndi ekki skemma fyrir að róta aðeins í Wikiasíðu Metal Gear.Hér má sjá þróun leikjanna um Big Boss og klón hans Snake.Mynd/KonamiSöguhetja leiksins Big Boss, eða Snake, vaknar úr dái árið 1984 eftir níu ára svefn. Markmið hans er að byggja upp her og hefna sín á þeim sem komu honum í dá á sínum tíma. Til þess ferðast hann til Afganistan og Afríku þar sem hann berst við hermenn, vélmenni og aðra aðila sem erfitt er að útskýra. Þó leikurinn gangi mikið út á að læðast inn fyrir víglínur óvina, þá er það alls ekki eina leiðin til að leysa úr verkefnum leiksins. Öll svæði leiksins eru opin og hægt er að taka með sér mismunandi vopn og fylgdarfélaga í hvert sinn. Hvort sem það er hestur, hundur, vélmenni eða leyniskytta. Hver félagi hefur mismunandi hæfileika sem nýtast leikmönnum eftir því hvernig þeir spila leikinn. Þar að auki gengur leikurinn út á að safna að sér málmum og eldsneyti til þess að byggja upp herstöð og meðfylgjandi her. Herinn er hægt að nota til að leysa ýmis verkefni. Í herstöðinni eru einnig þróuð ný vopn fyrir Big boss og gömul vopn eru uppfærð. Auk þess að Big boss geti notað herinn til að fá meiri pening og málma og eldsneyti er hægt að nota hann til að koma í veg fyrir að óvinir Big boss í Afríku og Afganistan fái nýjan og betri búnað sendan. Þeir eru stöðugt að fá betri og betri útbúnað og aðlaga sig jafnvel að taktík þeirra sem spila leikinn. Það er nauðsynlegt að vera á tánum í Phantom Pain. Metal Gear leikirnir hafa ávalt blandað saman alvarleika og gríni á mjög skemmtilegan máta. Það má ef til vill best sjá með pappakössum sem hægt er að nota sem fylgsni í leiknum. Tilraunarsstarfsemi borgar sig í leiknum. Það er um að gera að prófa að sprengja upp mismunandi hluti og sjá hvaða áhrif það hefur. Það er jafnvel hægt að nota sprenginar til að villa um fyrir óvinum. Phantom Pain er einfaldlega stórskemmtilegur leikur að spila og einnig er hægt að spila hann með vini í gegnum internetið. Endurspilunargildi leiksins er mjög mikið þar sem það er alveg ótrúlegt magn af földu góðmeti, sem getur auðveldlega farið fram hjá manni, og hægt er að spila hann á mismunandi vegu. Launch trailer – Þar sem leikirnir úr seríunni eru rifjaðir upp. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það fyrsta sem segja má um Metal Gear Solid V: Phantom Pain er: „Þvílíkt frelsi“. Leikurinn er svokallaður sandbox leikur sem gerist á stóru svæði og er hægt að nálgast markmið hvers verkefnis fyrir sig á óteljandi vegu. Þar að auki er hægt að breyta útbúnaði söguhetjunnar fyrir hvert verkefni. Leikurinn býr til kerfi þar sem ótrúlega margir skemmtilegir hlutir geta gerst, sem ekki eru sérstaklega forritaðir til að gerast.Í helgarblaði fréttablaðsins kom fram að leikurinn fengi fjórar stjörnur. Það voru mistök, en hann er vel fimm stjörnu virði.Um er að ræða síðasta leikinn í Metal Gear seríu Hideo Kojima. Fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1987 fyrir MSX2 leikjatölvurnar og svo skömmu seinna í gömlu Nintendo leikjatölvurnar sem svo margir muna eftir. Það ætti því öllum að vera ljóst að Kojima hefur varið miklum tíma í seríuna og Phantom Pain er meistaraverk hans. Þó mætti segja að sögunni hafi verið fórnað fyrir frelsið, þar sem mun minni tíma er varið i söguna í Phantom Pain en öðrum Metal Gear leikjum. Þó geta leikmenn hlustað á upptökur og rifjað söguna upp sé sá vilji fyrir hendi. Þeir sem eru að koma nýir inn í seríunna ættu að taka sér tíma til þess. Þá myndi ekki skemma fyrir að róta aðeins í Wikiasíðu Metal Gear.Hér má sjá þróun leikjanna um Big Boss og klón hans Snake.Mynd/KonamiSöguhetja leiksins Big Boss, eða Snake, vaknar úr dái árið 1984 eftir níu ára svefn. Markmið hans er að byggja upp her og hefna sín á þeim sem komu honum í dá á sínum tíma. Til þess ferðast hann til Afganistan og Afríku þar sem hann berst við hermenn, vélmenni og aðra aðila sem erfitt er að útskýra. Þó leikurinn gangi mikið út á að læðast inn fyrir víglínur óvina, þá er það alls ekki eina leiðin til að leysa úr verkefnum leiksins. Öll svæði leiksins eru opin og hægt er að taka með sér mismunandi vopn og fylgdarfélaga í hvert sinn. Hvort sem það er hestur, hundur, vélmenni eða leyniskytta. Hver félagi hefur mismunandi hæfileika sem nýtast leikmönnum eftir því hvernig þeir spila leikinn. Þar að auki gengur leikurinn út á að safna að sér málmum og eldsneyti til þess að byggja upp herstöð og meðfylgjandi her. Herinn er hægt að nota til að leysa ýmis verkefni. Í herstöðinni eru einnig þróuð ný vopn fyrir Big boss og gömul vopn eru uppfærð. Auk þess að Big boss geti notað herinn til að fá meiri pening og málma og eldsneyti er hægt að nota hann til að koma í veg fyrir að óvinir Big boss í Afríku og Afganistan fái nýjan og betri búnað sendan. Þeir eru stöðugt að fá betri og betri útbúnað og aðlaga sig jafnvel að taktík þeirra sem spila leikinn. Það er nauðsynlegt að vera á tánum í Phantom Pain. Metal Gear leikirnir hafa ávalt blandað saman alvarleika og gríni á mjög skemmtilegan máta. Það má ef til vill best sjá með pappakössum sem hægt er að nota sem fylgsni í leiknum. Tilraunarsstarfsemi borgar sig í leiknum. Það er um að gera að prófa að sprengja upp mismunandi hluti og sjá hvaða áhrif það hefur. Það er jafnvel hægt að nota sprenginar til að villa um fyrir óvinum. Phantom Pain er einfaldlega stórskemmtilegur leikur að spila og einnig er hægt að spila hann með vini í gegnum internetið. Endurspilunargildi leiksins er mjög mikið þar sem það er alveg ótrúlegt magn af földu góðmeti, sem getur auðveldlega farið fram hjá manni, og hægt er að spila hann á mismunandi vegu. Launch trailer – Þar sem leikirnir úr seríunni eru rifjaðir upp.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira