Eigum fullt erindi í þessa deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 08:00 Finnur Ingi er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira