Íslenski boltinn

Áttu Leiknismenn að fá víti í gær? | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leiknismenn voru afar ósáttir að fá ekki víti í gær þegar Bergsveinn Ólafsson virtist fella Kolbein Kárason innan vítateigs Fjölnismanna í leik liðanna í gær. Leiknum lauk með 3-2 sigri Fjölnis en Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknismanna, gaf ekki viðtöl eftir leikinn.

Hörður Magnússon, Kristján Guðmundsson og Hjörtur Hjartarson greindu atvikið í þaular í Pepsi-mörkunum í gær.

„Þeir flækjast saman en það er Bergsveini að kenna, Kolbeinn er með boltann. Ætli Freyr hafi samt ekki verið bara ósáttur eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig á lokamínútu leiksins,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir það.

„Þarna tekur Kolbeinn sér stöðu fyrir framan Bergsvein og mér finnst þetta vera víti. Hann komst fyrir framan miðvörðinn alveg eins og framherjar eiga að gera og í mínum huga er þetta bara víti.“

Þá ræddu þeir þegar Brynjar Hlöðversson sló til Þóris Guðjónssonar í leiknum.

„Þetta er bara víti og rautt spjald. Hann notar olnbogann, það sést augljóslega“ sagði Hjörtur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×