Leggja fram frumvarp um aukið persónukjör: Kjósendur eigi að hafa meira val í kjörklefanum Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2015 20:04 „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur.“ Vísir/GVA/Stefán „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“ Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira