Innlent

Aldrei fleiri konur setið á þingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þingflokkur Bjartrar framtíðar á þingi í gær.
Þingflokkur Bjartrar framtíðar á þingi í gær. mynd/björt framtíð
Kynjahlutföll á Alþingi hafa aldrei verið jafnari en nú. Konur eru nú 49,2 prósent þingmanna en Björt framtíð vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni.

Þingflokkur Bjartrar framtíðar er einmitt nú aðeins skipaður konum þar sem Freyja Haraldsdóttir kom inn sem varamaður Guðmundar Steingrímssonar og Brynhildur Björnsdóttir kom inn fyrir Óttarr Proppé. Þá hefur Heiða Kristín Helgadóttir tekið sæti á þingi fyrir Björt Ólafsdóttur.

Aðrar konur sem tekið hafa sæti á þingi í stað karla eru Sigríður Á. Andersen sem tók sæti á þingi sem aðalmaður fyrir Pétur H. Blöndal en hann lést úr krabbameini í sumar. Þá fór Jón Þór Ólafsson af þingi fyrir Pírata og í hans stað kom Ásta Guðrún Helgadóttir inn á þing. Ólína Þorvarðardóttir kom svo inn sem varamaður fyrir Guðbjart Hannesson sem glímir við krabbamein.

Því sitja nú 31 kona á þingi og 32 karlar en við þingsetningu fyrir viku var hlutfallið tæp 45 prósent.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×