„Nú kemur stríðið gangandi til okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 22:15 Gríðarlegur fjöldi flóttamanna streymir til Evrópu. Vísir/AFP „Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21
Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent