Fótbolti

Rafinha frá út tímabilið með slitið krossband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rafinha sárþjáður á vellinum í Róm í gær.
Rafinha sárþjáður á vellinum í Róm í gær. Vísir/Getty
Barcelona staðfesti í dag að brasilíski landsliðsmaðurinn Rafinha hefði slitið fremra krossbandið í leik liðsins gegn Roma í gær en gera má ráð fyrir að hann verði ekki með liðinu meir á þessu tímabili.

Rafinha sem er 22 árs gamall kom inn á fyrir Ivan Rakitic á 62. mínútu meiddist stuttu eftir að hann kom inn á og þurfti að fara af velli þremur mínútum síðar.

Hafa rannsóknir staðfest að hann sé með slitið fremra krossband í hægri fæti og þarf hann að gangast undir hnífinn á næstu dögum.

Rafinha lék á dögunum sína fyrstu leiki fyrir brasilíska landsliðið en hann var búinn að byrja tvo af þremur leikjum Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni


Tengdar fréttir

Ógleymanlegt mark Florenzi | Myndband

Alessandro Florenzi skoraði stórkostlegt mark þegar Roma og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×