Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2015 16:58 Einar Örn Adolfsson. Vísir Réttað verður að nýju yfir Einari Erni Adolfssyni og Finni Snæ Guðjónssyni sem voru í maí í fyrra dæmdir í sex ára fangelsi fyrir innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ástæðan er sú að dómari sem dæmdi þá til fangelsisvistar á sínum tíma hafði áður tekið afstöðu til gæsluvarðhalds yfir þeim. Var hann metinn vanhæfur til að fella dóminn og verður málið því tekið fyrir í héraðsdómi að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Einar var tekinn í skoðun af tollverði í ágúst 2011 við komuna frá Danmörku. Fundust í farangri Einars 30.225 e-töflur. Hann fór til Gautaborgar, svo til Kaupmannahafnar og loks Amsterdam þar sem hann tók við efnunum. Finnur Snær fékk Einar Örn til verksins en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi veitt Einari leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhenti honum síma, símkort og greiðslukort sitt til að greiða ferðakostnað og uppihald.Frétt Stöðvar 2 af fangelsisdómnum frá í maí 2014 má sjá hér að neðan. Einar Örn burðardýr Finnur Snær neitaði sök í héraðsdómi en Einar Örn játaði sinn þátt. Sagðist hann hafa talið sig vera að sækja eitt kíló af kókaíni en hafi orðið ljóst við afhendingu ferðatöskunnar með efninu að um meira magn væri að ræða. Þá hefði hann talið of seint að hætta við. Dómurinn taldi sannað að Einar Örn hefði verið burðardýr. Dómur var kveðinn upp yfir þeim Einari Erni og Finni Snæ í maí 2014 eða tæpum þremur árum eftir að þeir brutu af sér. Einar Örn ræddi málin í Íslandi í dag haustið eftir að dómur féll þar sem fram kom að hann óttaðist mest að missa af uppvaxtarárum barns síns.Ísland í dag tók hús á Einari Erni í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tengdar fréttir Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44 Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Réttað verður að nýju yfir Einari Erni Adolfssyni og Finni Snæ Guðjónssyni sem voru í maí í fyrra dæmdir í sex ára fangelsi fyrir innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ástæðan er sú að dómari sem dæmdi þá til fangelsisvistar á sínum tíma hafði áður tekið afstöðu til gæsluvarðhalds yfir þeim. Var hann metinn vanhæfur til að fella dóminn og verður málið því tekið fyrir í héraðsdómi að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Einar var tekinn í skoðun af tollverði í ágúst 2011 við komuna frá Danmörku. Fundust í farangri Einars 30.225 e-töflur. Hann fór til Gautaborgar, svo til Kaupmannahafnar og loks Amsterdam þar sem hann tók við efnunum. Finnur Snær fékk Einar Örn til verksins en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi veitt Einari leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhenti honum síma, símkort og greiðslukort sitt til að greiða ferðakostnað og uppihald.Frétt Stöðvar 2 af fangelsisdómnum frá í maí 2014 má sjá hér að neðan. Einar Örn burðardýr Finnur Snær neitaði sök í héraðsdómi en Einar Örn játaði sinn þátt. Sagðist hann hafa talið sig vera að sækja eitt kíló af kókaíni en hafi orðið ljóst við afhendingu ferðatöskunnar með efninu að um meira magn væri að ræða. Þá hefði hann talið of seint að hætta við. Dómurinn taldi sannað að Einar Örn hefði verið burðardýr. Dómur var kveðinn upp yfir þeim Einari Erni og Finni Snæ í maí 2014 eða tæpum þremur árum eftir að þeir brutu af sér. Einar Örn ræddi málin í Íslandi í dag haustið eftir að dómur féll þar sem fram kom að hann óttaðist mest að missa af uppvaxtarárum barns síns.Ísland í dag tók hús á Einari Erni í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44 Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44
Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45
Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00
Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45
Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00