Íslenski boltinn

Verður FH meistari í Kópavogi?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. vísir/andri marinó
Þriðja síðasta umferðin í Pepsi-deild karla fram í dag og þar geta úrslitin ráðist í toppbaráttunni. Með hagstæðum úrslitum getur FH orðið Íslandsmeistari.

Stórleikur dagsins fer fram á Kópavogsvelli þar sem topplið FH kemur í heimsókn. Nái Hafnarfjarðarliðið í stig verða þeir meistari, en Breiðablik þarf að vinna til að halda sér í baráttunni.

Einnig eru nokkrir aðrir athyglisverðir leikir á dagskrá. Leiknismenn þurfa nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda þegar þeir fara í lautina og heimsækja Fylki, en Leiknir er þremur stigum frá öruggu sæti.

ÍBV mætir Valsmönnum í Eyjum og vinni ÍBV og nái Leiknismenn ekki að sigra er þetta nánast komið hjá Eyjamönnum. Skagamenn geta einnig tryggt sæti sitt í deildinni með sigri í Keflavík og hagstæðum úrslitum.

KR og Stjarnan mætast í Frostaskjóli, en bæði lið hafa ollið miklum vonbrigðum. KR er í þriðja sæti, níu stigum á eftir toppliði FH, og Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í sjötta sæti með 24 stig.

Að lokum mætast Fjölnis og Víkingur á Fjölnisvelli, en Fjölnir á enn örlitla von á að ná í Evrópusæti. Sú von er þó afar langsótt.

Leikur Breiðabliks og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 16:00. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað annað kvöld klukkan 21:00.

Leikir dagsins:

16.00 Keflavík - ÍA (Nettóvöllurinn)

16.00 Fylkir - Leiknir (Fylkisvöllur)

16.00 KR - Stjarnan (Alvogenvöllurinn)

16.00 ÍBV - Valur (Hásteinsvöllur)

16.00 Fjölnir - Víkingur (Fjölnisvöllur)

16.30 Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×