Ríkisstjórnin ver tveimur milljörðum í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 15:16 Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Vísir/Una Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira