Körfubolti

Valur fær tvo leikmenn frá KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bergþóra og Dagbjört ásamt Ara Gunnarssyni, þjálfara Vals.
Bergþóra og Dagbjört ásamt Ara Gunnarssyni, þjálfara Vals. mynd/valur
Lið Vals í Domino's deild kvenna barst góður liðsstyrkur í gær þegar Bergþóra Holton Tómasdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir skrifuðu undir samninga við félagið.

Bergþóra og Dagbjört koma báðar frá KR en Vesturbæjarliðið hætti sem kunnugt er við að senda lið til leiks í Domino's deildinni í vetur. KR mun þess í stað leika í 1. deild.

Bergþóra er uppalinn hjá Fjölni en hefur undanfarin tvö ár leikið með KR. Hún var með 12,1 stig, 5,8 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrra.

Dagbjört er aðeins 16 ára gömul en hún tók þrátt fyrir það þátt í nokkrum leikjum með KR á síðasta tímabili. Þá er hún lykilmaður í U-16 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari í C-deild í sumar.


Tengdar fréttir

Helga Einarsdóttir til Grindavíkur

Helga Einarsdóttir, fyrrum fyrirliði Grindavíkur, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Grindavík og spila með liðinu í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni

Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni.

Björg fylgir Helgu til Grindavíkur

Körfuboltakonan Björg Guðrún Einarsdóttir er gengin í raðir Grindavíkur frá KR og mun leika með Suðurnesjaliðinu í Domino's deild kvenna í vetur.

Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum

Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

Björn hættur með KR-konur

Björn Einarsson mun ekki þjálfa kvennalið KR í körfubolta á næsta tímabili eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×