Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 12:23 Fimm ráðherrar eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherrar munu sitja fundi hennar eftir því sem tilefni þykir til. vísir/gva Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30