Fótbolti

Íslensku strákarnir þekkja dómarann sem dæmir leikinn gegn Hollandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Masic dæmdi m.a. í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra.
Masic dæmdi m.a. í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. vísir/getty
Serbinn Milorad Masic dæmir landsleik Hollands og Íslands í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn.

Masic er 42 ára gamall og er nokkuð hátt settur í dómarastéttinni. Hann hefur verið FIFA-dómari síðan 2009 og býr yfir mikilli reynslu.

Masic hefur dæmt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni undanfarin ár og þá dæmdi hann tvo leiki á HM í Brasilíu í fyrra.

Masic er þegar búinn að dæma fjóra leiki í undankeppni EM 2016 en í þeim leikjum lyfti hann gula spjaldinu 14 sinnum og því rauða einu sinni.

Masic hefur hvorki dæmt hjá A-landsliðum Íslands né Hollands en hann dæmdi leik Íslands og Danmerkur í úrslitakeppni EM U-21 árs landsliða í júní 2011. Margir íslensku leikmannanna sem spiluðu þann leik, sem Ísland vann 3-2, eru í A-landsliðinu í dag.

Aðstoðardómarar í leiknum á fimmtudaginn verða þeir Milovan Ristic og Dalibor Djurdjevic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×