Vilja breyta reglum um lesbíur Snærós Sindradóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár „Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lesbískum mæðrum væri mismunað því þær væru ekki skráðar mæður barna sinna nema þær hefðu skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Þjóðskrár. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem hafa getið barn með aðstoð tæknifrjóvgunar. „Staðreyndin er sú að það eru kröfur gerðar í barnalögum um samþykki þeirrar konu sem er í sambúð eða hjúskap og ekki gengur með barn,“ segir Margrét. „Það er búið að leggjast yfir þetta af lögfræðingum hérna og við sjáum okkur ekki fært að fara gegn lögunum.“ Eignist tvær mæður barn með öðrum hætti en tæknifrjóvgun, svo sem með náttúrulegum hætti með aðstoð karlmanns, ber konunni sem gekk með barnið að feðra það. Hin móðirin verður ekki skráð sem slík nema hún stjúpættleiði barnið. Við heildarendurskoðun á barnalögum árið 2013 var þessari reglu ekki breytt þrátt fyrir að athugasemdir hefðu ítrekað borist vegna mismununarinnar. Margrét segir að það sé í höndum Alþingis að breyta reglunum. „Það væri eðlilegt að það væri sama regla sem gilti fyrir alla.“ Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lesbískum mæðrum væri mismunað því þær væru ekki skráðar mæður barna sinna nema þær hefðu skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Þjóðskrár. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem hafa getið barn með aðstoð tæknifrjóvgunar. „Staðreyndin er sú að það eru kröfur gerðar í barnalögum um samþykki þeirrar konu sem er í sambúð eða hjúskap og ekki gengur með barn,“ segir Margrét. „Það er búið að leggjast yfir þetta af lögfræðingum hérna og við sjáum okkur ekki fært að fara gegn lögunum.“ Eignist tvær mæður barn með öðrum hætti en tæknifrjóvgun, svo sem með náttúrulegum hætti með aðstoð karlmanns, ber konunni sem gekk með barnið að feðra það. Hin móðirin verður ekki skráð sem slík nema hún stjúpættleiði barnið. Við heildarendurskoðun á barnalögum árið 2013 var þessari reglu ekki breytt þrátt fyrir að athugasemdir hefðu ítrekað borist vegna mismununarinnar. Margrét segir að það sé í höndum Alþingis að breyta reglunum. „Það væri eðlilegt að það væri sama regla sem gilti fyrir alla.“
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira