Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Myndin er frá Gleðigöngu Hinsegindaga árið 2013 VÍSIR/Stefán Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira