Aukning í bílasölu 70% í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2015 09:50 Bílaumferð í Reykjavík. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent