„Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Ritstjórn skrifar 3. september 2015 10:30 „Þetta var svolítið eins og að vera í öskubuskuævintýri. Maður fór bara beint úr reiðbuxunum í flott dress, svo var þetta allt í einu búið,“ segir Lilja Pálmadóttir eiginkona leikstjórans Baltasars Kormáks. Þau voru stödd á frumsýningu nýjustu kvikmyndar Baltasars, Everest, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Lilja klæddist glæsilegum hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen. Dresscode á hátíðinni var Black tie gala. „Ég var nú ekki lengi að finna hann, tók mig kannski tvo daga.“Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPHún segir þetta hafa verið mjög sérstaka reynslu að ganga rauða dregilinn. „Þetta var svolítið taugatrekkjandi, en mikið ævintýri. Maður er nú ekkert vanur að ganga svona dregil svo maður þurfti að setja sig í ákveðnar stellingar og svo bara hent út í djúpu laugina.“ Lilja er að vonum stolt af sínum manni. „Þetta er ógeðslega flott hjá honum, þetta er búið að vera mikil vinna og mikið álag á alla sem koma að gerð svona stórvirkis sem þessi mynd er. Ég er rosalega stolt.“ Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour
„Þetta var svolítið eins og að vera í öskubuskuævintýri. Maður fór bara beint úr reiðbuxunum í flott dress, svo var þetta allt í einu búið,“ segir Lilja Pálmadóttir eiginkona leikstjórans Baltasars Kormáks. Þau voru stödd á frumsýningu nýjustu kvikmyndar Baltasars, Everest, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Lilja klæddist glæsilegum hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen. Dresscode á hátíðinni var Black tie gala. „Ég var nú ekki lengi að finna hann, tók mig kannski tvo daga.“Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPHún segir þetta hafa verið mjög sérstaka reynslu að ganga rauða dregilinn. „Þetta var svolítið taugatrekkjandi, en mikið ævintýri. Maður er nú ekkert vanur að ganga svona dregil svo maður þurfti að setja sig í ákveðnar stellingar og svo bara hent út í djúpu laugina.“ Lilja er að vonum stolt af sínum manni. „Þetta er ógeðslega flott hjá honum, þetta er búið að vera mikil vinna og mikið álag á alla sem koma að gerð svona stórvirkis sem þessi mynd er. Ég er rosalega stolt.“ Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour