Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2015 00:01 Gylfi Þór á ferðinni í kvöld. Vísir/Valli Ísland verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi á næsta ári. Þetta var ljóst eftir markalaust jafntefli strákanna okkar og Kasakstan á Laugardalsvellinum í kvöld. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar úkraínski dómarinn Yevhen Aranovskiy flautaði til leiksloka. Laugardalsvöllurinn hreinlega sprakk af fögnuði og áhorfendur fögnuðu strákunum okkar innilega, þessum mögnuðu leikmönnum sem hafa skrifað nýjan kafla í íslenska íþróttasögu. Ísland er komið á EM. Það er erfitt að trúa þessu en þetta er samt sem áður orðin staðreynd. Og því ber að fagna. Ísland er nú komið með 19 stig í A-riðli þegar aðeins tveimur leikjum er ólokið. Takmarkinu er náð og þótt það hefði eflaust verið skemmtilegra að tryggja sér EM-sætið með sigri í kvöld er það aukaatriði í stóra samhengingu. Strákarnir okkar eru komnir á EM og munu þar etja kappi við bestu þjóðir álfunnar næsta sumar. Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í kvöld en Kasakar gerðu okkar mönnum erfitt fyrir með þéttum og öflugum varnarleik. Að sama skapi ógnuðu gestirnir sjaldan og Ísland átti ekki í miklum vandræðum með að halda hreinu í sjötta sinn í undankeppninni. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og náði nokkrum fínum sóknum. Sú besta kom á 13. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson lyfti boltanumm vinstra megin inn fyrir vörn Kasaka á Jón Daða Böðvarsson en sending Selfyssingsins fyrir markið var of há fyrir félaga hans sem biðu í teignum. Kasakar eru sýnd veiði en ekki gefin þótt staða þeirra í riðlinum sé vond. Þeir hafa þó ekki verið alslæmir og voru til að mynda með forystuna í lengri tíma í leikjum sínum gegn bæði Hollandi og Tékklandi. Lið Kasakstan er vel skipulagt og okkar menn fengu ekkert gefins. Gestirnir náðu líka einstaka hættulegum skyndisóknum. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu báðir að brjóta á Kasökum til að stöðva skyndisóknir en Íslendingar komu engum vörnum við þegar Kasakar náðu frábærri sókn á 18. mínútu. Gestirnir teymdu Birki Már Sævarsson út úr stöðu, Ulan Konyzbayev fékk boltann upp í vinstra hornið og hann setti hann út í teiginn á Tanat Nuserbayev. Skot hans var hins vegar slakt og fór beint á Hannes Þór Halldórsson. Kasakar höfðu fín tök á leiknum næstu mínútur og íslenska liðið náði litlum takti í spil sitt. En smám saman hertu strákarnir okkar tökin og það má segja að Jón Daði hafi gefið tóninn með dugnaði sínum og iðni. Á 33. mínútu vann hann boltann af varnarmanni Kasakstan og sendi hann út í teiginn á Kolbein Sigþórsson sem skaut í varnarmann. Í kjölfarið fékk Gylfi boltann en skaut framhjá. Þetta var lognið á undan storminum og okkar menn þjörmuðu hressilega að marki Kasakstan síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Til marks um það komu öll 11 skot Íslands að marki í fyrri hálfleiknum á 12 síðustu mínútum hans. Á 34. mínútu fengu Íslendingar sitt besta færi í fyrri hálfleik. Gylfi sendi boltann á Jón Daða sem setti hann með hælnum aftur á Swansea-manninn. Gylfi var fljótur að skjóta með vinstri fæti úr nokkuð þröngu færi en Stas Pokatilov varði vel. Íslensku strákarnir náðu betri takti í spilið og þrýstu Kasökum aftar og aftar á völlinn. Hornspyrnur Gylfa og löng innköst Arons Einars sköpuðu jafnan hættu en strákunum gekk þó erfiðlega að láta reyna á Pokatilov í markinu. Flest skotin enduðu annað hvort í varnarmönnum gestanna eða hittu ekki markið. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði. Strax eftir tveggja mínútna leik komst Jón Daði í upplagt færi en Pokatilov varði vel frá honum. Kasakar minntu líka á sig skömmu síðar þegar Birkir Már tefldi á tæpasta vað með því að láta boltann fara aftur á Hannes sem var aðeins sekúndubrotum á undan Samat Smakov í boltann. Eftir þessa fjörugu byrjun datt hraðinn í leiknum niður og datt í sama fasa og um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var mun meira með boltann en gekk erfiðlega að finna lausnir á þéttum varnarleik gestanna. Gylfi kom sífellt aftar til að ná í boltann og það vantaði tengingu milli miðju og sóknar. Og í þau fáu skipti sem Íslendingar komust í góðar stöður á sóknarþriðjungnum voru 2-3 Kasakar mættir í andlitið á þeim. Á 71. mínútu fékk Jón Daði ágætis skallafæri eftir aukaspyrnu Jóhanns Berg en setti boltann framhjá. Það reyndist síðasta tækifæri Íslands í leiknum. Íslensku þjálfararnir biðu með skiptingar fram á 84. mínútu en þá kom Viðar Örn Kjartansson inn á fyrir sveitunga sinn, Jón Daða. Sú skipting breytti litlu og það er spurning hvort skiptingarnar hefðu ekki mátt vera fleiri og koma fyrr en raun bar vitni. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út nema hvað að á 89. mínútu fékk Aron Einar að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á miðjum vellinum. Það breytti þó engu um úrslit leiksins. Honum lyktaði með markalausu jafntefli og þau úrslit tryggðu Íslandi sæti á EM í fyrsta skipti.Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir jafnteflið við Kasakstan í kvöld. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld „Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson. „Nú verður partý. Þetta er besta tilfinning sem ég hef á ævinni kynnst. Þetta er yndislegt. Við gátum ekki rassgat í dag, það er bara þannig. Mér er alveg sama því við fengum þetta stig sem við þurftum.“ Jóhann Berg hafi ekki mikinn áhuga á að velta fyrir sér leiknum í dag. Þetta snérist allt um stigið sem vantaði. „Þetta var markmiðið okkar. Liðið er ótrúlegt og allir saman í þessu, jafnt í byrjunarliðinu, starfsfólkið og allir á bekknum. Það eru allir að róa á sömu mið. „Auðvitað er það svolítið skrýtið að litla Ísland sé komið á EM en auðvitað höfum við sagt þetta allta keppnina að við ætlum til Frakklands og nú erum við komnir þangað. „Þeir voru sáttir með stigið, við vorum sáttir með stigið. Það voru allir sáttir með stigið. Það verður fagnað alls staðar í kvöld,“ sagði Jóhann Berg að lokum.Birkir Bjarna: Held að flestir beri mikla virðingu fyrir okkur Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. "Nei, það er svolítið erfitt. Við erum ekki alveg búnir að átta okkur á þessu," sagði Birkir. "Þetta var ekkert sérstakur leikur en við vissum að jafntefli myndi duga," bætti Birkir við en hann efast um að margir muni eftir úrslitum leiksins í framtíðinni. "Það eru allir bara rosalega ánægðir með að vera komnir á EM. Við erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár og þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda." Birkir segir að íslensku strákarnir hefðu verið rólegir í aðdraganda leiksins þrátt fyrir að takmarkið væri í augsýn. "Við vorum ekkert stressaðir, við vitum hvað við getum. Við vorum að vinna Holland og ég held að flestar þjóðir beri mikla virðingu fyrir okkur," sagði Birkir sem hrósaði varnarleik Íslands en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum í undankeppninni í kvöld. "Við höfum spilað gríðarlega sterkan varnarleik og höfum líka skorað fullt af mörkum. Þetta er búið að vera nánast fullkomið," sagði Birkir. Stemmningin á Laugardalsvellinum í kvöld var mögnuð og segir Birkir að strákarnir hafi svo sannarlega fundið fyrir henni inni á vellinum. "Þetta hefur aldrei gerst áður og er ótrúlegt," sagði Birkir Bjarnason að lokum.Viðar: Bjóst við að fá færi „Við áttum að vera búnir að klára þennan leik og tryggja okkur þrjú stig, við hefðum viljað það en sætt var það og gott að klára þetta á heimavelli,“ sagði Viðar Örn Kjartansson sem kom inn á sem varamaður í kvöld. „Ég fékk gæsahúð þegar flautað var til leiksloka. Þetta er verðskuldað og hópurinn er búinn að vinna fyrir þessu. „Þetta dugði þó við vildum vinna og vera efstir í riðlinum. Við töluðum um það fyrir leikinn að vera efstir í riðlinum en við náðum því ekki í en við erum komnir á EM og sáttir í bili,“ sagði Viðar. Íslenska liðið var ánægt með stigið og sótti ekki mikið í lokin heldur verndaði markið. Spurningin var því hvort Viðar hafi fyrst og fremst átt að koma inn og vera duglegur í framlínunni sem fremsta lína varnar. „Ég átti að vera duglegur í vörninni og fá færið. Ég bjóst við að fá færi en held ég hafi ekki einu sinni snert boltann. Það var samt yndislegt að koma inn á. „Ég hefði viljað koma aðeins fyrr og breyta leiknum því það vantaði einhvern inn í boxið. Það er best fyrir mig að vera inni í boxinu og fá boltann þar,“ sagði Viðar sem neitar því ekki að það fór um hann þegar Aron fékk rauða spjaldið undir lokin. „Þeir hafa skorað fimm mörk og öll úr föstum leikatriðum og þeir fengu aukaspyrnu. En það var ekki meira en það, þeir ógnuðu ekki neitt,“ sagði Viðar.Ari Freyr: Kannski var fínt að við töpuðum fyrir Króatíu Ari Freyr Skúlason átti góðan leik þegar Ísland tryggði sér sæti á EM á næsta ári með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Hann var að vonum hinn kátasti eftir leikinn. "Ég get ekki lýst þessu, mig langaði bara að fara að gráta," sagði Ari en skynjaði hann meira stress í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld en áður. "Ég veit það ekki. Við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum stiginu og komum okkur inn á EM. Og ef við vinnum tvo síðustu leikina tryggjum við okkur efsta sætið í riðlinum. "Auðvitað er erfitt að stilla spennustigið. Mér fannst Kasakarnir vera virkilega góðir í dag, þeir voru með góða pressu og vildu spila fótbolta þótt það kæmi kannski ekkert mikið út úr þeim. Ef við hefðum skorað eitt hefðum við kannski opnað þá og komið okkur í gang," bætti Ari við. Hann segir það mikið afrek að vera búnir að tryggja sér EM-sætið þegar tveimur leikjum er ólokið í riðlinum. "Hver bjóst við því? Jú, kannski við sjálfir. Við höfum mikla trú á okkur. Fólk var kannski að hlæja að okkur þegar við sögðumst ætla að vinna Tékkland og Holland en það eru alltaf þrjú stig í boði," sagði Ari sem færði talið að umspilsleikjunum við Króatíu fyrir tveimur árum. "Kannski var bara fínt að við töpuðum því við vorum að byggja okkur upp fyrir þetta. Maður veit ekkert hvað gerist næst," sagði Ari að endingu.Kári:Erum besta liðið í riðlinum "Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld. Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira. "Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári. "Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum." Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári: "Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári. "Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason."Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld.Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira."Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári."Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum."Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári:"Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári."Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason.Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða "Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson.Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson skoraði kannski ekki í markalausa jafnteflinu gegn Kasakstan í kvöld en hann var jafn duglegur og alltaf og gat auðvitað verið meira en lítið kátur í leikslok. Karlalandsliðið er komið á stórmót í fyrsta sinn í sögunni, en strákarnir okkar mæta á EM 2016 í Frakklandi næsta sumar. "Okkur líður frábærlega. Ég get alveg sagt það fyrir okkur báða," sagði Kolbeinn, en hann stóð við hliðina á Gylfa Þór. "Þetta er stærsta stund í sögu íþróttanna á Íslandi. Ég fullyrði það. Við erum stoltir af því að vera hluti af þessu," bætti hann við. Undankeppnin hjá íslenska liðinu hefur verið glæsileg, en liðið er aðeins búið að fá á sig þrjú mörk og tapa einum leik. Menn eru alls ekki að gera þetta á skítuga sexinu. Liðið á EM-sætið skilið. "Við förum á þetta stórmót fullir sjálftraust. Við erum ekki að fara þangað til að fara í frí. Við ætlum að gera góða hluti því við getum unnið hvaða lið sem er. Ég fagna því bara að við erum komnir á EM og nú höfum við nægan tíma til að pæla í hvað við ætlum að gera þar," sagði Kolbeinn Sigþórsson.Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu "Ég var bara að hugsa um Frakkland," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, brosmildur við Vísi eftir leik, aðspurður hvað fór í gegnum huga hans í uppbótartímanum, manni færri. Ísland gerði markalaust jafntefli við Kasakstan í Dalnum í kvöld en það var nóg til að fleyta liðinu á stórmót í fyrsta sinn. Ísland verður á EM 2016 í Frakklandi næsta sumar. "Þetta er búið að vera draumur síðan ég var pinkulítill. Flestir sögðu að maður myndi aldrei ná að spila á stórmóti en þið sjáið hvað við erum búnir að búa til hérna með íslensku þjóðinni," sagði Gylfi, en dyggustu stuðningsmenn Íslands sungu lengi eftir leik. "Hér var frábær stemning. Tólfan er ennþá að syngja. Ég held við séum á leiðinni niður í bæ núna að fagna með fólkinu sem hefur stutt okkur," sagði Gylfi. Leikurinn sjálfur var ekki upp á marga fiska og glotti Gylfi þegar hann var spurður hvort þetta væri sætasta 0-0 jafntefli sem hann hefur gert. "Ég held það. Þetta er bara besta jafntefli sem ég mun gera í lífinu. Þetta var bara spurning um að ná í þetta eina stig. Sigur hefði verið frábær en nú þurfum við að njóta augnabliksins. Ég get ekki lýst þessu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson.Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Ísland verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi á næsta ári. Þetta var ljóst eftir markalaust jafntefli strákanna okkar og Kasakstan á Laugardalsvellinum í kvöld. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar úkraínski dómarinn Yevhen Aranovskiy flautaði til leiksloka. Laugardalsvöllurinn hreinlega sprakk af fögnuði og áhorfendur fögnuðu strákunum okkar innilega, þessum mögnuðu leikmönnum sem hafa skrifað nýjan kafla í íslenska íþróttasögu. Ísland er komið á EM. Það er erfitt að trúa þessu en þetta er samt sem áður orðin staðreynd. Og því ber að fagna. Ísland er nú komið með 19 stig í A-riðli þegar aðeins tveimur leikjum er ólokið. Takmarkinu er náð og þótt það hefði eflaust verið skemmtilegra að tryggja sér EM-sætið með sigri í kvöld er það aukaatriði í stóra samhengingu. Strákarnir okkar eru komnir á EM og munu þar etja kappi við bestu þjóðir álfunnar næsta sumar. Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í kvöld en Kasakar gerðu okkar mönnum erfitt fyrir með þéttum og öflugum varnarleik. Að sama skapi ógnuðu gestirnir sjaldan og Ísland átti ekki í miklum vandræðum með að halda hreinu í sjötta sinn í undankeppninni. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og náði nokkrum fínum sóknum. Sú besta kom á 13. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson lyfti boltanumm vinstra megin inn fyrir vörn Kasaka á Jón Daða Böðvarsson en sending Selfyssingsins fyrir markið var of há fyrir félaga hans sem biðu í teignum. Kasakar eru sýnd veiði en ekki gefin þótt staða þeirra í riðlinum sé vond. Þeir hafa þó ekki verið alslæmir og voru til að mynda með forystuna í lengri tíma í leikjum sínum gegn bæði Hollandi og Tékklandi. Lið Kasakstan er vel skipulagt og okkar menn fengu ekkert gefins. Gestirnir náðu líka einstaka hættulegum skyndisóknum. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu báðir að brjóta á Kasökum til að stöðva skyndisóknir en Íslendingar komu engum vörnum við þegar Kasakar náðu frábærri sókn á 18. mínútu. Gestirnir teymdu Birki Már Sævarsson út úr stöðu, Ulan Konyzbayev fékk boltann upp í vinstra hornið og hann setti hann út í teiginn á Tanat Nuserbayev. Skot hans var hins vegar slakt og fór beint á Hannes Þór Halldórsson. Kasakar höfðu fín tök á leiknum næstu mínútur og íslenska liðið náði litlum takti í spil sitt. En smám saman hertu strákarnir okkar tökin og það má segja að Jón Daði hafi gefið tóninn með dugnaði sínum og iðni. Á 33. mínútu vann hann boltann af varnarmanni Kasakstan og sendi hann út í teiginn á Kolbein Sigþórsson sem skaut í varnarmann. Í kjölfarið fékk Gylfi boltann en skaut framhjá. Þetta var lognið á undan storminum og okkar menn þjörmuðu hressilega að marki Kasakstan síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Til marks um það komu öll 11 skot Íslands að marki í fyrri hálfleiknum á 12 síðustu mínútum hans. Á 34. mínútu fengu Íslendingar sitt besta færi í fyrri hálfleik. Gylfi sendi boltann á Jón Daða sem setti hann með hælnum aftur á Swansea-manninn. Gylfi var fljótur að skjóta með vinstri fæti úr nokkuð þröngu færi en Stas Pokatilov varði vel. Íslensku strákarnir náðu betri takti í spilið og þrýstu Kasökum aftar og aftar á völlinn. Hornspyrnur Gylfa og löng innköst Arons Einars sköpuðu jafnan hættu en strákunum gekk þó erfiðlega að láta reyna á Pokatilov í markinu. Flest skotin enduðu annað hvort í varnarmönnum gestanna eða hittu ekki markið. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði. Strax eftir tveggja mínútna leik komst Jón Daði í upplagt færi en Pokatilov varði vel frá honum. Kasakar minntu líka á sig skömmu síðar þegar Birkir Már tefldi á tæpasta vað með því að láta boltann fara aftur á Hannes sem var aðeins sekúndubrotum á undan Samat Smakov í boltann. Eftir þessa fjörugu byrjun datt hraðinn í leiknum niður og datt í sama fasa og um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var mun meira með boltann en gekk erfiðlega að finna lausnir á þéttum varnarleik gestanna. Gylfi kom sífellt aftar til að ná í boltann og það vantaði tengingu milli miðju og sóknar. Og í þau fáu skipti sem Íslendingar komust í góðar stöður á sóknarþriðjungnum voru 2-3 Kasakar mættir í andlitið á þeim. Á 71. mínútu fékk Jón Daði ágætis skallafæri eftir aukaspyrnu Jóhanns Berg en setti boltann framhjá. Það reyndist síðasta tækifæri Íslands í leiknum. Íslensku þjálfararnir biðu með skiptingar fram á 84. mínútu en þá kom Viðar Örn Kjartansson inn á fyrir sveitunga sinn, Jón Daða. Sú skipting breytti litlu og það er spurning hvort skiptingarnar hefðu ekki mátt vera fleiri og koma fyrr en raun bar vitni. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út nema hvað að á 89. mínútu fékk Aron Einar að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á miðjum vellinum. Það breytti þó engu um úrslit leiksins. Honum lyktaði með markalausu jafntefli og þau úrslit tryggðu Íslandi sæti á EM í fyrsta skipti.Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir jafnteflið við Kasakstan í kvöld. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld „Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson. „Nú verður partý. Þetta er besta tilfinning sem ég hef á ævinni kynnst. Þetta er yndislegt. Við gátum ekki rassgat í dag, það er bara þannig. Mér er alveg sama því við fengum þetta stig sem við þurftum.“ Jóhann Berg hafi ekki mikinn áhuga á að velta fyrir sér leiknum í dag. Þetta snérist allt um stigið sem vantaði. „Þetta var markmiðið okkar. Liðið er ótrúlegt og allir saman í þessu, jafnt í byrjunarliðinu, starfsfólkið og allir á bekknum. Það eru allir að róa á sömu mið. „Auðvitað er það svolítið skrýtið að litla Ísland sé komið á EM en auðvitað höfum við sagt þetta allta keppnina að við ætlum til Frakklands og nú erum við komnir þangað. „Þeir voru sáttir með stigið, við vorum sáttir með stigið. Það voru allir sáttir með stigið. Það verður fagnað alls staðar í kvöld,“ sagði Jóhann Berg að lokum.Birkir Bjarna: Held að flestir beri mikla virðingu fyrir okkur Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. "Nei, það er svolítið erfitt. Við erum ekki alveg búnir að átta okkur á þessu," sagði Birkir. "Þetta var ekkert sérstakur leikur en við vissum að jafntefli myndi duga," bætti Birkir við en hann efast um að margir muni eftir úrslitum leiksins í framtíðinni. "Það eru allir bara rosalega ánægðir með að vera komnir á EM. Við erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár og þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda." Birkir segir að íslensku strákarnir hefðu verið rólegir í aðdraganda leiksins þrátt fyrir að takmarkið væri í augsýn. "Við vorum ekkert stressaðir, við vitum hvað við getum. Við vorum að vinna Holland og ég held að flestar þjóðir beri mikla virðingu fyrir okkur," sagði Birkir sem hrósaði varnarleik Íslands en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum í undankeppninni í kvöld. "Við höfum spilað gríðarlega sterkan varnarleik og höfum líka skorað fullt af mörkum. Þetta er búið að vera nánast fullkomið," sagði Birkir. Stemmningin á Laugardalsvellinum í kvöld var mögnuð og segir Birkir að strákarnir hafi svo sannarlega fundið fyrir henni inni á vellinum. "Þetta hefur aldrei gerst áður og er ótrúlegt," sagði Birkir Bjarnason að lokum.Viðar: Bjóst við að fá færi „Við áttum að vera búnir að klára þennan leik og tryggja okkur þrjú stig, við hefðum viljað það en sætt var það og gott að klára þetta á heimavelli,“ sagði Viðar Örn Kjartansson sem kom inn á sem varamaður í kvöld. „Ég fékk gæsahúð þegar flautað var til leiksloka. Þetta er verðskuldað og hópurinn er búinn að vinna fyrir þessu. „Þetta dugði þó við vildum vinna og vera efstir í riðlinum. Við töluðum um það fyrir leikinn að vera efstir í riðlinum en við náðum því ekki í en við erum komnir á EM og sáttir í bili,“ sagði Viðar. Íslenska liðið var ánægt með stigið og sótti ekki mikið í lokin heldur verndaði markið. Spurningin var því hvort Viðar hafi fyrst og fremst átt að koma inn og vera duglegur í framlínunni sem fremsta lína varnar. „Ég átti að vera duglegur í vörninni og fá færið. Ég bjóst við að fá færi en held ég hafi ekki einu sinni snert boltann. Það var samt yndislegt að koma inn á. „Ég hefði viljað koma aðeins fyrr og breyta leiknum því það vantaði einhvern inn í boxið. Það er best fyrir mig að vera inni í boxinu og fá boltann þar,“ sagði Viðar sem neitar því ekki að það fór um hann þegar Aron fékk rauða spjaldið undir lokin. „Þeir hafa skorað fimm mörk og öll úr föstum leikatriðum og þeir fengu aukaspyrnu. En það var ekki meira en það, þeir ógnuðu ekki neitt,“ sagði Viðar.Ari Freyr: Kannski var fínt að við töpuðum fyrir Króatíu Ari Freyr Skúlason átti góðan leik þegar Ísland tryggði sér sæti á EM á næsta ári með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Hann var að vonum hinn kátasti eftir leikinn. "Ég get ekki lýst þessu, mig langaði bara að fara að gráta," sagði Ari en skynjaði hann meira stress í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld en áður. "Ég veit það ekki. Við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum stiginu og komum okkur inn á EM. Og ef við vinnum tvo síðustu leikina tryggjum við okkur efsta sætið í riðlinum. "Auðvitað er erfitt að stilla spennustigið. Mér fannst Kasakarnir vera virkilega góðir í dag, þeir voru með góða pressu og vildu spila fótbolta þótt það kæmi kannski ekkert mikið út úr þeim. Ef við hefðum skorað eitt hefðum við kannski opnað þá og komið okkur í gang," bætti Ari við. Hann segir það mikið afrek að vera búnir að tryggja sér EM-sætið þegar tveimur leikjum er ólokið í riðlinum. "Hver bjóst við því? Jú, kannski við sjálfir. Við höfum mikla trú á okkur. Fólk var kannski að hlæja að okkur þegar við sögðumst ætla að vinna Tékkland og Holland en það eru alltaf þrjú stig í boði," sagði Ari sem færði talið að umspilsleikjunum við Króatíu fyrir tveimur árum. "Kannski var bara fínt að við töpuðum því við vorum að byggja okkur upp fyrir þetta. Maður veit ekkert hvað gerist næst," sagði Ari að endingu.Kári:Erum besta liðið í riðlinum "Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld. Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira. "Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári. "Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum." Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári: "Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári. "Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason."Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld.Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira."Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári."Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum."Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári:"Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári."Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason.Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða "Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson.Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson skoraði kannski ekki í markalausa jafnteflinu gegn Kasakstan í kvöld en hann var jafn duglegur og alltaf og gat auðvitað verið meira en lítið kátur í leikslok. Karlalandsliðið er komið á stórmót í fyrsta sinn í sögunni, en strákarnir okkar mæta á EM 2016 í Frakklandi næsta sumar. "Okkur líður frábærlega. Ég get alveg sagt það fyrir okkur báða," sagði Kolbeinn, en hann stóð við hliðina á Gylfa Þór. "Þetta er stærsta stund í sögu íþróttanna á Íslandi. Ég fullyrði það. Við erum stoltir af því að vera hluti af þessu," bætti hann við. Undankeppnin hjá íslenska liðinu hefur verið glæsileg, en liðið er aðeins búið að fá á sig þrjú mörk og tapa einum leik. Menn eru alls ekki að gera þetta á skítuga sexinu. Liðið á EM-sætið skilið. "Við förum á þetta stórmót fullir sjálftraust. Við erum ekki að fara þangað til að fara í frí. Við ætlum að gera góða hluti því við getum unnið hvaða lið sem er. Ég fagna því bara að við erum komnir á EM og nú höfum við nægan tíma til að pæla í hvað við ætlum að gera þar," sagði Kolbeinn Sigþórsson.Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu "Ég var bara að hugsa um Frakkland," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, brosmildur við Vísi eftir leik, aðspurður hvað fór í gegnum huga hans í uppbótartímanum, manni færri. Ísland gerði markalaust jafntefli við Kasakstan í Dalnum í kvöld en það var nóg til að fleyta liðinu á stórmót í fyrsta sinn. Ísland verður á EM 2016 í Frakklandi næsta sumar. "Þetta er búið að vera draumur síðan ég var pinkulítill. Flestir sögðu að maður myndi aldrei ná að spila á stórmóti en þið sjáið hvað við erum búnir að búa til hérna með íslensku þjóðinni," sagði Gylfi, en dyggustu stuðningsmenn Íslands sungu lengi eftir leik. "Hér var frábær stemning. Tólfan er ennþá að syngja. Ég held við séum á leiðinni niður í bæ núna að fagna með fólkinu sem hefur stutt okkur," sagði Gylfi. Leikurinn sjálfur var ekki upp á marga fiska og glotti Gylfi þegar hann var spurður hvort þetta væri sætasta 0-0 jafntefli sem hann hefur gert. "Ég held það. Þetta er bara besta jafntefli sem ég mun gera í lífinu. Þetta var bara spurning um að ná í þetta eina stig. Sigur hefði verið frábær en nú þurfum við að njóta augnabliksins. Ég get ekki lýst þessu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson.Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti