Aukna fjárveitingu þarf í málefni flóttafólks hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 14:07 Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló. Flóttamenn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló.
Flóttamenn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira