Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 21:48 Hannes Þór Halldórsson hefur fengið á sig þrjú mörk. vísir/valli "Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
"Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30