Fótbolti

Þjálfari AGF bauð Elmar velkominn með blómum og kampavíni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason með blómin og kampavínið í dag.
Theodór Elmar Bjarnason með blómin og kampavínið í dag. mynd/agf
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta þurfa að fara að koma sér aftur niður á jörðina eftir áfangann stóra sem náðist á sunnudagskvöldið.

Evrópudeildirnar hefjast á ný um helgina og þurfa flestir þeirra að mæta aftur til æfinga í dag.

Theodór Elmar Bjarnason sneri aftur til Danmerkur í gær og mætti á æfingu hjá liði sínu AGF í morgun.

Þar tók þjálfari liðsins, Morten Wieghorst, á móti okkar manni með kampavíni og blómum. Var verið að fagna EM-sætinu með miðjumanninum.

Elmar hefur spilað frábærlega fyrir AGF á tímabilinu, en hann kom þangað frá Randers í sumar.

Þessi annars öflugi miðjumaður spilar sem bakvörður með íslenska liðinu og var í byrjunarliðinu í fyrstu fjórum leikjum undankeppninnar.

AGF situr í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×