Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Gissur Sigurðsson skrifar 8. september 2015 12:37 Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. vísir/pjetur Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira