774 milljónum varið til nýs embættis héraðssaksóknara ingvar haraldsson skrifar 8. september 2015 14:46 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir Gert er ráð fyrir að 774 milljónum króna verði varið til nýs embættis héraðassaksóknara sem tekur til starfa þann 1. janúar 2016 á fjárlögum næsta árs. Þar af verði hálfum milljarði veitt sérstaklega til stofnun embættisins. Þá er gert ráð fyrir að 242 milljónum vegna flutningi verkefna til héraðssaksóknara frá öðrum embættum. Þar er gert ráð fyrir að 50 milljónir króna komi vegna flutnings verkefna frá embætti ríkissaksóknara, 19 milljónir frá embætti ríkislögreglustjóra, 19 milljónir króna frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og 13 milljónir frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þá færist 141 milljón króna fjárheimild til hérðassaksóknara vegna niðurlagningar embættis sérstaks saksóknara. Gert er ráð fyrir að framlög til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljónir króna og verði 191 milljón króna. Það skýrist helst af 50 milljón króna lækkun framlags vegna yfirflutnings verkefna til héraðssaksóknara.Lægra framlag til Hæstaréttar en hærra til Héraðsdómstóla Gert ráð fyrir að framlög til dómsmála hækki um 735 milljónum króna. Framlög til Hæstaréttar Íslands muni lækka um 12,8 milljónir króna milli ára, einkum vegna þess að tímabundið 20 milljón króna framlag til nýrrar vefsíðu falli niður. Heildarfjárveiting til Hæstaréttar mun nema 166,7 milljónum króna. Þá hækki fjárframlög til Héraðsdómstóla um 110 milljóna króna milli ára og verði 1,5 milljarðar króna. Framlengja á tímabundið ákvæði um að dómarar í héraði verði 43 í stað 38 sem kosta muni 86 milljónir króna. Málskostnaður í opinberum málum ríflega tvöfaldast Gert er ráð fyrir að málskostnaður í opinberum málum hækki úr 454 milljónum króna í 1.088 milljónir króna. Helst er það vegna þess að málsliðurinn hefur farið fram úr fjárlögum síðustu ár. Auk þess að dómstólaráð hafi hækkað málsvarnarlaun og þóknanir til verjenda og réttargæslumanna. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Innanríkisráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp um millidómsstig í haust. Dómurinn geti þá tekið til starfa 2017. Hún segir réttarkerfið búa við fjárskort. Vonar að þingið samþykki myndarlega fjárveitingu fyrir nýtt saksóknaraembætti. 6. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 774 milljónum króna verði varið til nýs embættis héraðassaksóknara sem tekur til starfa þann 1. janúar 2016 á fjárlögum næsta árs. Þar af verði hálfum milljarði veitt sérstaklega til stofnun embættisins. Þá er gert ráð fyrir að 242 milljónum vegna flutningi verkefna til héraðssaksóknara frá öðrum embættum. Þar er gert ráð fyrir að 50 milljónir króna komi vegna flutnings verkefna frá embætti ríkissaksóknara, 19 milljónir frá embætti ríkislögreglustjóra, 19 milljónir króna frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og 13 milljónir frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þá færist 141 milljón króna fjárheimild til hérðassaksóknara vegna niðurlagningar embættis sérstaks saksóknara. Gert er ráð fyrir að framlög til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljónir króna og verði 191 milljón króna. Það skýrist helst af 50 milljón króna lækkun framlags vegna yfirflutnings verkefna til héraðssaksóknara.Lægra framlag til Hæstaréttar en hærra til Héraðsdómstóla Gert ráð fyrir að framlög til dómsmála hækki um 735 milljónum króna. Framlög til Hæstaréttar Íslands muni lækka um 12,8 milljónir króna milli ára, einkum vegna þess að tímabundið 20 milljón króna framlag til nýrrar vefsíðu falli niður. Heildarfjárveiting til Hæstaréttar mun nema 166,7 milljónum króna. Þá hækki fjárframlög til Héraðsdómstóla um 110 milljóna króna milli ára og verði 1,5 milljarðar króna. Framlengja á tímabundið ákvæði um að dómarar í héraði verði 43 í stað 38 sem kosta muni 86 milljónir króna. Málskostnaður í opinberum málum ríflega tvöfaldast Gert er ráð fyrir að málskostnaður í opinberum málum hækki úr 454 milljónum króna í 1.088 milljónir króna. Helst er það vegna þess að málsliðurinn hefur farið fram úr fjárlögum síðustu ár. Auk þess að dómstólaráð hafi hækkað málsvarnarlaun og þóknanir til verjenda og réttargæslumanna.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Innanríkisráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp um millidómsstig í haust. Dómurinn geti þá tekið til starfa 2017. Hún segir réttarkerfið búa við fjárskort. Vonar að þingið samþykki myndarlega fjárveitingu fyrir nýtt saksóknaraembætti. 6. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Innanríkisráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp um millidómsstig í haust. Dómurinn geti þá tekið til starfa 2017. Hún segir réttarkerfið búa við fjárskort. Vonar að þingið samþykki myndarlega fjárveitingu fyrir nýtt saksóknaraembætti. 6. ágúst 2015 07:00