Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 18:37 Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49