Sigmundur Davíð: Okkur ber skylda til að nýta velgengni þjóðarinnar í góðverk Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 20:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Margt gengur vel á Íslandi og Íslendingar hafa ástæðu til að vera bjartsýnir, þess vegna ber þeim skylda til að láta gott af sér leiða. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi kvöld þar sem hann kom inn á hinn mikla straum flóttamanna til Evrópu sem hefur verið til mikillar umræðu síðastliðnar vikur. Sigmundur benti á að stríðið í Sýrlandi hafi staðið yfir í fjögur ár og nær helmingur landsmanna, um tólf milljónir manna, hafi flúið land. Um 60 milljónir flóttamanna eru í heiminum og sagði Sigmundur nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að bregðist eins vel við þessum vanda og kostur er. Hann sagði mikinn vilja í samfélaginu til að láta gott af sér leiða og það skipti miklu máli. Vandinn sé hins vegar það stór að það þurfi átak alþjóðasamfélagsins til að bregðast við honum og það kalli á aukna samvinnu þjóða. Sagði hann ljóst að auka þyrfti framlög og að undirbúningsvinna við að taka á móti flóttafólki þurfi að fara á fullan skrið. Hann sagði einnig nauðsynlegt að senda ekki þau skilaboð til flóttamanna að aðeins þeim verði hjálpa sem leita á náðir glæpagengja til að komast á betri stað, einnig þurfi að huga að því fólki sem býri í löndunum umhverfis Sýrland. Sigmundur Davíð sagði annars fá dæmi um að lönd hefðu náð sér jafn hratt á strik eftir efnahagsþrengingar. Ísland hefur vaxið hvað hraðast evrópuþjóða er varðar kaupmátt. „Þetta er einstakur árangur,“ sagði Sigmundur. Hann sagði öll matsfyrirtæki hafa hækkað lánshæfismatið á Ísland en slík hækkun muni skila bættum lánskjörum og vaxtalækkunum. Hann sagði íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð. Íslenska ríkið sé hætt að safna skuldum og greiði þær niður. „Í staðinn fyrir að ýta vandanum á undan okkur erum við að búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Sigmundur. Hann benti á að þó svo að íslenska ríkið sé rekið með afgangi sé það að auka framlög til málaflokka. Lífeyri til aldraðra og öryrkja hækki meira en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Sama megi segja um framlög til heilbrigðismála og sagði Sigmundur hreina aukningu nema 26 milljarða króna, og þar séu undanskildar launahækkanir og verðlagshækkanir. Hann sagði þetta nema hálfum Landspítala á þessu kjörtímabili og svigrúm væri til að gera betur næstu ár. Hann kallaði þessi fjárlög „velferðarfjárlög“ en sagði stóran og óvenjulegan fyrirvara á þeim en sá lýtur að losun haft og uppgjöri á þrotabúi föllnu bankanna. Ef það tekst munu kjör Íslendinga batna til muna að hans sögn sem mun leiða til að þess að uppbygging á landinu verður hraðari þar sem vaxtagjöld munu lækka. „Þetta tökum við ekki með í reikninginn fyrr en af því verður,“ sagði Sigmundur og nefndi sem dæmi um uppbyggingu ljósleiðaravæðingu landsins. Hann sagði mikilvægt að kunna að meta árangurinn sem hefur náðst og nefndi þar tvo málaflokka sem Ísland skarar fram úr í, umhverfismál og sjávarútvegur. Hann sagði nánast alla íslenska orku fengna úr endurnýjanlegum orkugjöfum og sagði hann það skjóta skökku við að heyra umræðu hér á landi að slík orkuframleiðsla sé syndsamleg og nýting hennar. Þegar kom að sjávarútveginum sagði hann óveiddan fisk vera lítilsvirði. Á meðan sjávarútvegur í nágrannalöndum sé ríkisstyrktur og stofnarnir ofveiddir sé íslenskur sjávarútvegur sjálfbær og skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. „Viðurkennum að Ísland stendur sig vel á sviði umhverfismála og sjávarútvegsmála.“ Hann sagði stöðuna á Íslandi betri í dag en í gær og að hún verði enn betri á morgun. Lífskjör batna hratt og efnahagslegur stöðugleiki eykst. Á Íslandi blasi við uppbygging og framfarir. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Margt gengur vel á Íslandi og Íslendingar hafa ástæðu til að vera bjartsýnir, þess vegna ber þeim skylda til að láta gott af sér leiða. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi kvöld þar sem hann kom inn á hinn mikla straum flóttamanna til Evrópu sem hefur verið til mikillar umræðu síðastliðnar vikur. Sigmundur benti á að stríðið í Sýrlandi hafi staðið yfir í fjögur ár og nær helmingur landsmanna, um tólf milljónir manna, hafi flúið land. Um 60 milljónir flóttamanna eru í heiminum og sagði Sigmundur nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að bregðist eins vel við þessum vanda og kostur er. Hann sagði mikinn vilja í samfélaginu til að láta gott af sér leiða og það skipti miklu máli. Vandinn sé hins vegar það stór að það þurfi átak alþjóðasamfélagsins til að bregðast við honum og það kalli á aukna samvinnu þjóða. Sagði hann ljóst að auka þyrfti framlög og að undirbúningsvinna við að taka á móti flóttafólki þurfi að fara á fullan skrið. Hann sagði einnig nauðsynlegt að senda ekki þau skilaboð til flóttamanna að aðeins þeim verði hjálpa sem leita á náðir glæpagengja til að komast á betri stað, einnig þurfi að huga að því fólki sem býri í löndunum umhverfis Sýrland. Sigmundur Davíð sagði annars fá dæmi um að lönd hefðu náð sér jafn hratt á strik eftir efnahagsþrengingar. Ísland hefur vaxið hvað hraðast evrópuþjóða er varðar kaupmátt. „Þetta er einstakur árangur,“ sagði Sigmundur. Hann sagði öll matsfyrirtæki hafa hækkað lánshæfismatið á Ísland en slík hækkun muni skila bættum lánskjörum og vaxtalækkunum. Hann sagði íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð. Íslenska ríkið sé hætt að safna skuldum og greiði þær niður. „Í staðinn fyrir að ýta vandanum á undan okkur erum við að búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Sigmundur. Hann benti á að þó svo að íslenska ríkið sé rekið með afgangi sé það að auka framlög til málaflokka. Lífeyri til aldraðra og öryrkja hækki meira en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Sama megi segja um framlög til heilbrigðismála og sagði Sigmundur hreina aukningu nema 26 milljarða króna, og þar séu undanskildar launahækkanir og verðlagshækkanir. Hann sagði þetta nema hálfum Landspítala á þessu kjörtímabili og svigrúm væri til að gera betur næstu ár. Hann kallaði þessi fjárlög „velferðarfjárlög“ en sagði stóran og óvenjulegan fyrirvara á þeim en sá lýtur að losun haft og uppgjöri á þrotabúi föllnu bankanna. Ef það tekst munu kjör Íslendinga batna til muna að hans sögn sem mun leiða til að þess að uppbygging á landinu verður hraðari þar sem vaxtagjöld munu lækka. „Þetta tökum við ekki með í reikninginn fyrr en af því verður,“ sagði Sigmundur og nefndi sem dæmi um uppbyggingu ljósleiðaravæðingu landsins. Hann sagði mikilvægt að kunna að meta árangurinn sem hefur náðst og nefndi þar tvo málaflokka sem Ísland skarar fram úr í, umhverfismál og sjávarútvegur. Hann sagði nánast alla íslenska orku fengna úr endurnýjanlegum orkugjöfum og sagði hann það skjóta skökku við að heyra umræðu hér á landi að slík orkuframleiðsla sé syndsamleg og nýting hennar. Þegar kom að sjávarútveginum sagði hann óveiddan fisk vera lítilsvirði. Á meðan sjávarútvegur í nágrannalöndum sé ríkisstyrktur og stofnarnir ofveiddir sé íslenskur sjávarútvegur sjálfbær og skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. „Viðurkennum að Ísland stendur sig vel á sviði umhverfismála og sjávarútvegsmála.“ Hann sagði stöðuna á Íslandi betri í dag en í gær og að hún verði enn betri á morgun. Lífskjör batna hratt og efnahagslegur stöðugleiki eykst. Á Íslandi blasi við uppbygging og framfarir.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira