Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 22:13 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, sagði ljost að þörf væri á forsetaframbjóðanda sem væri annt um beint lýðræði. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49