Metinnflutningur bíla til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 16:00 Bílar sem bíða umskipunar í Bandaríkjunum. Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent
Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent